Göngudeild þvagfæra 11A

Aðsetur: Aðalbygging Hringbraut, 1 hæð – A álma. Inngangur
Símanúmer deildar: 543 7100
Hjúkrunardeildarstjóri: Hrafnhildur Baldursdóttir
Yfirlæknir: Eiríkur Jónsson


Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónustu við sjúklinga utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu. Þar fara fram ýmsar rannsóknir, greiningar og meðferðir á sjúkdómum í þvagfærum s.s. nýrnasteinbrjótsmeðferð og þvaglekaráðgjöf.

Deildin er opin kl. 8:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og kl. 8:00-12:00 á föstudögum

 

Steinbrjótstæknin felst í því að hljóðhöggbylgjum er safnað saman í lítinn punkt þar sem steinn er og sundrast hann við það án þess að beita þurfi opinni skurðaðgerð. 
Í myndskeiðinu hér fyrir neðan lýsir Guðjón Haraldsson, sérfræðilæknir á þvagfæraskurðdeild, steinbrotstækninni og segir frá steinbrotstækinu sem var tekið í notkun á Landspítala sumarið 2017.  Það leysti annað eldra af hólmi.

Fræðsluefni um nýrnasteina

Um nýrnasteina (pdf)
Forvarnir gegn endurteknum nýrnasteinum (pdf)