Næringarstofa

Starfsmenn næringarstofu veita næringarráðgjöf til skjólstæðinga spítalans og starfa við kennslu og rannsóknir í næringarfræði.

Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 8:00 til 16:00.

Starfsemi næringarstofu skiptist í:

Forstöðumaður næringarstofu er Ingibjörg Gunnarsdóttir 

Næringarfræði er sjálfstæð vísindagrein sem fjallar um hlutverk næringarefna í líkamanum og tengsl mataræðis og heilsu. Til að auka þekkingu í næringarfræði þarf þverfaglega nálgun og beitir greinin margs konar aðferðum.

Aðferðir næringarfræðinnar geta til dæmis verið:

  • klínískar
  • faraldsfræðilegar
  • í sumum tilfellum tilraunir

Næringarfræði er heilbrigðisvísindagrein sem tengist raungreinum og greinum sem byggja á lýðheilsufræði. Í næringarfræði tengjast því raunvísindi og heilbrigðisvísindi við þekkingu á menningu og félagslegum aðstæðum, eins og fjölskyldubundnum og samfélagslegum þáttum, iðnaði og markaði.