Fræðsla og kennsla

Starfsmenn næringarstofu LSH veita fræðslu í næringarfræði (almennri og klínískri) til sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks. Þá sjá þeir um kennslu í greininni við HÍ og LSH byggða á niðurstöðum rannsókna í greininni hverju sinni. Næringarráðgjafar útbúa fræðsluefni og bæklinga og einstaklingsbundnar ráðleggingar fyrir skjólstæðinga.

Tilgangur fræðslu næringarstofu LSH er að nýta þekkingu í næringarfræði til að stuðla að bættri heilsu og líðan í þjóðfélaginu og koma í veg fyrir rangfærslur í greininni.

Klínísk kennsla

Nemar í næringarfræði við HÍ fá kennslu í klínískri vinnu á næringarstofu LSH og taka þátt í daglegum störfum við næringarráðgjöf og næringarrannsóknir.

Klínískur kennslustjóri er Kolbrún Einarsdóttir