Rannsóknir

Vefur RÍN

Rannsóknastofa í næringarfræði, 
Landspítali, 
Eiríksgata 29 
101 Reykjavík 
Sími: 543 8410 
Fax: 543 4824

Rannsóknastofa í næringarfræði (RÍN) tók til starfa í september 1997 að frumkvæði Ingu Þórsdóttur prófessors sem veitti stofunni forstöðu frá upphafi þar til 1. júní 2013. RÍN tilheyrir Landspítala og Háskóla Íslands. Aðstaða er á Landspítala Hringbraut í Reykjavík og RÍN deilir aðstöðu með næringarstofu Landspítala.  

-Markmið Rannsóknarstofu í næringarfræði (RÍN) við Landspítala og Háskóla Íslands er að gera framúrskarandi rannsóknir á sviði næringarfræði
-Tilgangur rannsóknanna er að auka þekkingu næringarfræðinnar fyrir vísindasamfélagið, innanlands og erlendis, og alla aðra sem nýta þekkingu fræðigreinarinnar.
-Með þessu vill RÍN stuðla að góðum neysluvenjum og næringarástandi meðal fólks á öllum aldri, heilbrigðra og sjúkra, til þess að auka lýðheilsu og lífsgæði og koma í veg fyrir og meðhöndla heilsubrest.

Rannsóknir á mataræði og heilsu barna eru fyrirferðamestar á RÍN en á rannsóknastofunni eru einu rannsóknirnar á þessu sviði á landinu. Þessar rannsóknir hafa einnig tengst samstarfsverkefnum.

RÍN gerir einnig rannsóknir á mataræði og heilsu annarra aldurshópa; barna, unglinga, aldraðra ásamt mataræði þungaðra kvenna.


Forstöðumaður RÍN er Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor