Sjúkraskráarsafn LSH

Afgreiðslutími í Vesturhlíð (við hliðina á Fossvogskirkju):   Alla virka daga kl. 08:00 - 16:00.
Tekið á móti pöntunum: Sími 8380 og 8381 og tölvupóstur vesturhlid@landspitali.is

Deildarstjóri: Selma Guðnadóttir

Verkefnastjóri: Klara Katrín Friðriksdóttir

Sex starfsmenn sjá um öll dagleg störf sem felast í því að taka á móti sjúkraskrám og nýjum legum sem berast safninu frá flestum deildum Landspítala.  Gögnin eru skráð inn í tölvuforrit safnins (Kodak Ris) sem er notað sem aðfangaskrá, allt sett í strikamerktar möppur og síðan raðað í kennitöluröð í hillur.  Mikilvægasti þátturinn í starfseminni er að veita starfsfólki innan LSH góða þjónustu.  Taka þarf til sjúkraskrár sem hafa verið pantaðar, lána þær og afhenda.  Einnig er mikil vinna við að taka til sjúkraskrár sem notaðar eru til vísindarannsókna. 

Sjúkraskrársafn LSH var stofnað í byrjun árs 1997 þegar stjórn Sjúkrahús Reykjavíkur tók þá ákvörðun að sameina allar sjúkraskrár spítalans í eitt miðlægt safn í stað þess að vera með safn á hverri deild  Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans jókst umfang sjúkraskráa umtalsvert.  Safnið var flutt í núverandi húsnæði í Vesturhlíð árið 2003. 

Skráðar og strikamerktar möppur eru um 350 þúsund og enn er fjöldi sjúkraskrárgagna/safna óskráð á LSH.

Öll gögn safnsins innihalda trúnaðarupplýsingar, þar af leiðandi er það lokað öllum nema starfmönnum þess.  Samkvæmt lögum (Lög nr. 55 27. apríl 2009) er einstaklingum heimilt að fá afrit af sjúkraskrá sinni en leggja þarf fram beiðni til aðstoðarmanns framkvæmdastjóra lækninga (skrifstofa framkvæmdastjóra lækninga) eða læknis.

Beiðni um upplýsingar úr sjúkraskrá eða fæðingarskrá