Um geðsvið

Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Lögð er áhersla á þátttöku í geðheilbrigðisþjónustu þar sem sviðið veitir stuðning og er í samvinnu við heilsugæslu og aðra velferðarþjónustu utan sjúkrahúsa.

Geðsvið sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt því að vera leiðandi í geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál og endurhæfingu geðfatlaðra. Landspítali er háskólasjúkrahús og er fræðsla, þjálfun og rannsóknastörf starfsfólks og nemenda í geðheilbrigðisfræðum samtvinnað starfseminni.

Umhyggja  Fagmennska  Öryggi  Framþróun
 
Markmið með starfsemi geðsviðs er að eftir meðferð verði fólk hæfara til að takast á við daglegt líf og bæta þannig líðan allrar fjölskyldunnar. Fagmennska, jafnræði, virðing, öryggi, þekking og samvinna eru lykilatriði í samskiptum fólks. Lögð er áhersla á heildræna meðferð þar sem leitast er við að auka lífsgæði, efla heilbrigði og virða réttindi fólks.

Áhersla er lögð á samfellu í allri meðferð, eftirmeðferð og endurkomu þar sem forsenda meðferðaáætlana er gagnkvæm upplýsingamiðlun milli sjúklings, fjölskyldu/ aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks.