Rekstrarsvið

1140x350-Milliforsíðumynda_-rekstrarsvið-_small.jpg (182850 bytes)

Rekstrarsvið tryggir Landspítala rekstrarumhverfi í fremstu röð með þjónustu og sérfræðiráðgjöf á sviði fasteigna, viðhalds, þvottahúss, ræstinga, eldhúss, vörustjórnunar, öryggisvörslu og símsvörunar.
Á rekstrarsviði vinna um 300 starfsmenn ásamt um 100 verktökum saman að því að þjónusta alla starfsmenn spítalans allan sólarhringinn, alla daga ársins. 

KYNNINGARMYNDBAND >>

  • Fasteignadeild rekstrarsviðs sér um rekstur fasteigna og lóða Landspítala og annast breytingar og viðhald á húseignum og húskerfum LSH. Á sviðinu er enn fremur unnið að skipulags- og þróunarmálum, skipulagi nýbygginga og meiri háttar breytinga. 
  • Viðhaldsdeild rekstrarsviðs hefur umsjón með og sinnir viðhaldi allra fasteigna LSH með eigin starfsmönnum eða verktökum samkvæmt vinnuáætlunum sem unnar eru í samráði við fasteignadeild rekstrarsviðs og viðkomandi notendur. 
  • Þvottahús LSH sér um þvott, afgreiðslu og endurnýjun á öllu líni fyrir Landspítala. Þvottahúsið rekur saumastofu sem sér um viðgerðir á öllu líni og nýsaum á hluta af öllu nýju líni. 
  • Ræstingarþjónusta LSH er skipulagseining innan þvottahúss rekstrarsviðs og hefur á hendi yfirumsjón með ræsti- og hreingerningarmálum Landspítala ásamt framkvæmd. 
  • Eldhús LSH ber ábyrgð á að öllum sjúklingum bjóðist öruggar og næringarríkar máltíðir í samræmi við þarfir þeirra. Eldhús ber jafnframt ábyrgð á máltíðaþjónustu fyrir starfsmenn og aðstandendur sjúklinga, hefur umsjón með sölu matvæla til deilda og tryggir veitingaþjónustu til spítalans. 
  • Flutninga- og símaþjónustan sinnir innri flutningaþjónustu á spítalanum. Deildin sér meðal annars um flutning á vörum, mat, líni, sorpi, sýnum, blóði, rúmum, pósti og sjúklingum. Deildin sér einnig um rekstur símavers sem veitir bæði ytri viðskiptavinum og starfsmönnum fjölbreytta símaþjónustu. Árlega sinnir símaver um 650.000 símtölum.

Verkefnið nýr Landspítali er á einnig á sviðinu eða þar til ákvörðun verður tekin um byggingu hans en þá verður það fært til framkvæmdastjóra þess verkefnis.

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs er Ingólfur Þórisson netfang ingolfth@landspitali.is