Úthlutað verður úr Verðlaunasjóði í læknisfræði á ársfundi LSH vorið 2007. Sjóðinn stofnuðu læknarnir Árni Kristinsson og Þórður Harðarson.
Um er að ræða verðlaun sem nema kr 2.500.000.
Þau munu falla í skaut vísindamanni á sviði læknisfræði eða tengdra greina sem starfar við sjúkrahús eða vísindastofnun á Íslandi.
Kallað er eftir rökstuddum tilnefningum, sem þurfa að berast Þórði Harðarsyni prófessors fyrir 31. desember 2006.
Eftir því sem best er vitað eru þetta stærstu verðlaun fyrir vísindastörf sem veitt eru hérlendis.
Þau hafa verið veitt tvisvar áður.