Verkfræðistofan Hönnun sendir viðskiptavinum sínum ekki jólakort í ár en í staðinn var ákveðið að leggja 400.000 krónur til barna- og unglingageðdeildar LSH BUGL). Gjöfinni fylgdi ósk um það að peningarnir færu í sjóð sem stuðlaði að bættri þjónustu við skjólstæðinga BUGL.
Ákveðið hefur verið að nýta féð til þess að kaupa húsbúnað í tvær íbúðir sem Geðverndarfélagið ætlar að kaupa fyrir fjölskyldur af landsbyggðinni sem þurfa að sækja þjónustu barna- og unglingageðdeildar. Fyrir hafði BUGL til afnota eina stóra íbúð sem hefur verið seld og í staðinn verða keyptar tvær minni.
Ákveðið hefur verið að nýta féð til þess að kaupa húsbúnað í tvær íbúðir sem Geðverndarfélagið ætlar að kaupa fyrir fjölskyldur af landsbyggðinni sem þurfa að sækja þjónustu barna- og unglingageðdeildar. Fyrir hafði BUGL til afnota eina stóra íbúð sem hefur verið seld og í staðinn verða keyptar tvær minni.