Skrifstofa háskólarektors auglýsir:
Í samræmi við ákvæði í samstarfssamningum Háskóla Íslands (H.Í.) og Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH)
geta háskólamenntaðir starfsmenn spítalans sótt um viðurkenningu á akademísku hæfi sínu og fengið akademíska nafnbót.
Um meðferð umsókna, hæfnismat og veitingu nafnbótar gilda reglur sem háskólaráð hefur sett.
Reglurnar eru aðgengilegar á vef LSH ásamt nánari upplýsingum.
Umsóknir skulu berast forseta viðkomandi háskóladeildar fyrir lok janúar 2007.
Hver deild veitir nánari upplýsingar um frágang umsóknar (eintakafjölda o.fl.) og önnur atriði sem varða umsóknarferlið.
Þeim starfsmönnum LSH, sem nú eiga umsóknir í vinnslu, er bent á að þeir geta nú sent inn viðbótargögn með umsókn sinni,
einkum hvað varðar birtingu rannsóknaniðurstaðna sem átt hefur sér stað síðan umsókn var upphaflega send inn.