Landspítali - háskólasjúkrahús
er reyklaus vinnustaður frá 1. janúar 2007.
Ætlast er til þess að starfsmenn reyki ekki í vinnutíma og að gestir og aðstandendur sjúklinga taki tillit til þessa og reyki ekki á lóðum sjúkrahússins. Reykleysið gildir um allar starfsstöðvar spítalans.
Framkvæmdastjórn LSH samþykkti tillögur starfshóps á vegum skrifstofu starfsmannamála um að fylgja eftir því átaki sem staðið hefur yfir allt árið og gengið undir heitinu Göngum alla leið.
Samkvæmt því verða sett upp skilti á lóðum og við innganga þar sem fram kemur að spítalinn sé reyklaus, að ábyrgð yfirmanna við að framfylgja reykleysi á vinnutíma verði ítrekuð og minnt á samábyrgð starfsmanna við að stuðla að reyklausum vinnustað.