Ötullega hefur verið unnið að endurskipulagningu endurhæfingar á geðsviði LSH að Kleppi og nú hefur verið komið þar upp endurhæfingarmiðstöð sem nær yfir þá starfsemi sem áður féll undir dagdeild, göngudeild, iðjuþjálfun og Bergiðju.
Í endurhæfingarmiðstöðinni starfa geðlæknar, geðhjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, listmeðferðarfræðingar og sjúkraþjálfari.
Lögð er áhersla á samvinnu fagaðila í þágu sjúklinga sem áður sóttu dagþjónustu á Kleppi og er tilgangur breytinganna að auka gæði í dag- og göngudeildarþjónustu, veita einstaklingsmiðaða og markvissa þjónustu og auka sveigjanleika og samfellu í meðferð. Jafnframt er leitast við að efla samstarf við fyrirtæki, stofnanir og hagsmunahópa í samfélaginu. Unnið er að markvissri áætlun um útskrift og eftirfylgd svo og tekið mið af sjónarmiðum notenda.
Boðið er upp á fræðslu fyrir sjúklinga og aðstandendur. Í febrúar verður farið af stað með námskeið fyrir aðstandendur geðklofasjúklinga þar sem að koma allir fagaðilar.
Komið hefur verið á fót meðferðarhópum, s.s. súpueldhúsi, þar sem unnið er að því að meta færni skjólstæðinga við skipulagningu og framkvæmd verkefna.
Nýliðahópur fer af stað í vor þar sem unnið verður með markmið endurhæfingar og jafnframt verður fræðsla um hlutverk fagaðila á sviðinu.
Hópvinna með geðklofasjúklingum mun fara af stað með áherslu á streitustjórnun, bakslagsvarnir og bjargráð við einkennum sjúkdómsins samkvæmt hugrænni atferlismeðferð. Listmeðferðarhópar verða starfræktir þar sem markvisst verður unnið að sjálfseflingu og sjálfsmeðvitund gegnum myndræna tjáningu.
Í burðarliðnum er einnig hópur um samhæfingu skynsviða.
Áfram verður unnið öflugt starf í hefðbundinni iðjuþjálfun og starfsendurhæfingu.
Fyrir þá sem ekki geta nýtt sér þau endurhæfingarúrræði sem eru í boði hefur verið opnað tómstundaherbergi til að veita tækifæri til afþreyingar og félagslegrar samveru í hvetjandi umhverfi.
Með þessari endurskipulagningu er vonast til þess að fagleg þekking nýtist betur en áður til að auka lífsgæði og styrkja einstaklinginn í að lifa á sem sjálfstæðastan hátt þrátt fyrir geðræna kvilla.
Endurhæfingarmiðstöð geðsviðs lýtur stjórn þverfaglegs teymis sem í sitja geðlæknir, Kristófer Þorleifsson, hjúkrunarfræðingur, Dröfn Kristmundsdóttir deildarstjóri, iðjuþjálfi, Fanney Karlsdóttir yfiriðjuþjálfi, sálfræðingur, Sóley Jökulrós Einarsdóttir og félagsráðgjafi, Þóra Steinunn Pétursdóttir.
Í endurhæfingarmiðstöðinni starfa geðlæknar, geðhjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, listmeðferðarfræðingar og sjúkraþjálfari.
Lögð er áhersla á samvinnu fagaðila í þágu sjúklinga sem áður sóttu dagþjónustu á Kleppi og er tilgangur breytinganna að auka gæði í dag- og göngudeildarþjónustu, veita einstaklingsmiðaða og markvissa þjónustu og auka sveigjanleika og samfellu í meðferð. Jafnframt er leitast við að efla samstarf við fyrirtæki, stofnanir og hagsmunahópa í samfélaginu. Unnið er að markvissri áætlun um útskrift og eftirfylgd svo og tekið mið af sjónarmiðum notenda.
Boðið er upp á fræðslu fyrir sjúklinga og aðstandendur. Í febrúar verður farið af stað með námskeið fyrir aðstandendur geðklofasjúklinga þar sem að koma allir fagaðilar.
Komið hefur verið á fót meðferðarhópum, s.s. súpueldhúsi, þar sem unnið er að því að meta færni skjólstæðinga við skipulagningu og framkvæmd verkefna.
Nýliðahópur fer af stað í vor þar sem unnið verður með markmið endurhæfingar og jafnframt verður fræðsla um hlutverk fagaðila á sviðinu.
Hópvinna með geðklofasjúklingum mun fara af stað með áherslu á streitustjórnun, bakslagsvarnir og bjargráð við einkennum sjúkdómsins samkvæmt hugrænni atferlismeðferð. Listmeðferðarhópar verða starfræktir þar sem markvisst verður unnið að sjálfseflingu og sjálfsmeðvitund gegnum myndræna tjáningu.
Í burðarliðnum er einnig hópur um samhæfingu skynsviða.
Áfram verður unnið öflugt starf í hefðbundinni iðjuþjálfun og starfsendurhæfingu.
Fyrir þá sem ekki geta nýtt sér þau endurhæfingarúrræði sem eru í boði hefur verið opnað tómstundaherbergi til að veita tækifæri til afþreyingar og félagslegrar samveru í hvetjandi umhverfi.
Með þessari endurskipulagningu er vonast til þess að fagleg þekking nýtist betur en áður til að auka lífsgæði og styrkja einstaklinginn í að lifa á sem sjálfstæðastan hátt þrátt fyrir geðræna kvilla.
Endurhæfingarmiðstöð geðsviðs lýtur stjórn þverfaglegs teymis sem í sitja geðlæknir, Kristófer Þorleifsson, hjúkrunarfræðingur, Dröfn Kristmundsdóttir deildarstjóri, iðjuþjálfi, Fanney Karlsdóttir yfiriðjuþjálfi, sálfræðingur, Sóley Jökulrós Einarsdóttir og félagsráðgjafi, Þóra Steinunn Pétursdóttir.