Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Már Kristjánsson yfirlæknir hafa verið valin til að gegna störfum
sviðsstjóra hjúkrunar og sviðsstjóra lækninga á slysa- og bráðasviði frá 1. mars 2007 að telja.
Þau taka við af Margréti Tómasdóttur og Brynjólfi Mogensen sem hafa verið sviðsstjórar frá árinu 2000.
Í fjarveru Brynjólfs hefur Ófeigur Þorgeirsson yfirlæknir verið sviðsstjóri síðan í október 2006.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hefur að undanförnu starfað á skrifstofu starfsmannamála á LSH. Hún var um árabil hjúkrunarframkvæmdastjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðan sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði I eftir sameiningu sjúkrahúsanna eða þar til hún var ráðin hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði árið 2005. | ||
Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Már var frá sameiningu sjúkrahúsanna annar fulltrúi starfsmanna í stjórnarnefnd LSH eða þar til hann baðst undan því árið 2006 þegar hann tók að sér að stýra stefnumótun LSH. Ráðið verður tímabundið í stöðu yfirlæknis smitsjúkdómalækninga að undangenginni auglýsingu. |