Unnin hefur verið ný viðbragðsáætlun Landspítala - háskólasjúkrahúss og gerðar miklar breytingar frá hópslysaáætluninni sem hefur verið í gildi frá árinu 2003.
Viðbragðsáætlunin hefur verið samþætt og nær í fyrsta skipti til eitrana, farsótta, geislavár, hópslysa og rýmingar.
Unnið er eftir sams konar gátlistum fyrir alla atburðaflokka til þess að auðvelda starfsfólki LSH starfið þegar mikið reynir á.
"Þrátt fyrir samþætta gátlista er nauðsynlegt að hvert svið, deild eða eining riti ítarlegri gátlista fyrir sína starfsemi til þess að nota þegar á reynir", segir í bréfi sem Brynjólfur Mogensen yfirlæknir á slysa- og bráðasviði ritar fyrir hönd viðbragðsstjórnar til þess að fylgja viðbragðsáætluninni úr hlaði.
Viðbragðsáætlun LSH (pdf) - óvirkur hlekkur Þar sem skjalið er stórt er hentugt að nota Bookmarks sem er á vinstri jaðri pdf forritsins sem opnar skjalið hér fyrir ofan til þess að velja einstaka kafla þess. ATH. Viðbragðsáætlun hefur ekki verið staðfest. Starfsmenn geta komið með ábendingar og athugasemdir til 27. mars 2007 til Brynjólfs Mogensen brynmog@landspitali.is. Viðbragðsáætlunin verður lagfærð í kjölfarið og tekur síðan gildi í apríl. |
Viðbragðsstig áætlunarinnar eru fjögur:
Undirbúningsstig
- m.a. sinnt fræðslu og æfingum.
Viðbúnaðarstig
- fáir kallaðir til en treyst á það starfsfólk og þekkingu sem er til staðar á vaktinni hverju sinni.
Virkjunarstig
- útkallið verður stærra en samt um mikinn sveigjanleika að ræða.
Neyðarstig
- umfangið svo mikið að nauðsynlegt er að virkja að fullu Landspítala - háskólasjúkrahús.