Alþjóðlegt og norrænt mænuskaðaþing á Íslandi verður haldið Nordica hótelinu í Reykjavík 27. júní til 1. júlí 2007. Þingið er á vegum Alþjóðlegu mænuskaðasamtakanna, International Spinal Cord Society (ISCoS) og Norrænu mænuskaðasamtakanna, Nordic Spinal Cord Society (NoSCoS). Framkvæmdanefnd og vísindanefnd þingsins er skipuð starfsfólki á LSH sem vinnur við meðferð mænuskaðaðra. Þingið fer fram á ensku.
Nánari upplýsingar um þingið og skráningarblað er að finna á vefsíðum þess www.sci-reykjavik2007.org.
Starfsfólki LSH er veittur 10.000 kr afsláttur fram til 15. maí.
Aðalefni þingsins:
- Efnaskipti, næring og offita (Metabolism, nutrition and obesity)
- Fylgikvillar (Late complications)
- Aðlögun (Coping Strategies)
- Áhrif mænuskaða á fjölskylduna (Impact of SCI on the family)
- Raförvun (Functional Electrical Stimulation).
Á þinginu verða margar vinnustofur (workshops) um ýmis málefni sem tengjast mænusköðum og vandamálum vegna varanlegrar fötlunar auk fjölda fyrirlestra og veggspjaldasýningar. Í tengslum við þingið verður vegleg sýning þar sem fyrirtæki munu kynna vörur sínar og þjónustu.