Almenningur ber í ríkum mæli traust til Landspítala - háskólasjúkrahúss samkvæmt könnun Capacent Gallup um LSH sem gerð var dagana 22. mars til 3. apríl 2007. Landsmenn eru auk þess ákaflega jákvæðir spítalanum, telja hann veita góða þjónustu, hafa góða reynslu af honum og segja að starfsfólkið leysi vel úr þeim málum sem lögð eru fyrir stofnunina. Í könnunni kemur líka fram að þrír af hverjum fjórum telja að þjónusta LSH muni enn batna í nýju háskólasjúkrahúsi sem er í undirbúningi.
Eftirfarandi 8 spurningar voru lagðar fyrir í könnuninni:
1. Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart Landspítala - háskólasjúkrahúsi?
2. Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Landspítala - háskólasjúkrahúss?
3. Telur þú að Landspítali - háskólasjúkrahús veiti góða eða slæma þjónustu?
4. Hefur þú góða eða slæma reynslu af samskiptum þínum við Landspítala - háskólasjúkrahús?
5. Undirbúningur er hafinn við byggingu nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Hversu jákvæð eða neikvæð áhrif
telur þú að tilkoma nýs háskólasjúkrahúss muni hafi á þjónustu Landspítala - háskólasjúkrahúss?
6. Hversu sanngjörn eða ósanngjörn finnst þér fjölmiðlaumfjöllun um Landspítala - háskólasjúkrahús?
7. Telur þú að starfsfólk Landspítala - háskólasjúkrahúss leggi mikla eða litla áherslu á að leysa vel úr þeim málum
sem lögð eru fyrir stofnunina?
8. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Landspítali - háskólasjúkrahús auglýsi þjónustu sína opinberlega, t.d. í
fjölmiðlum?
Skylt efni:
Traust og jákvæðni almennings til LSH staðfest í könnun
Könnun Capacent Gallup sýnir að landsmenn eru ákaflega jákvæðir í garð Landspítala - háskólasjúkrahúss og bera í ríkum mæli traust til stofnunarinnar og starfsmanna hennar.