Magnús Gottfreðsson læknir fékk vísindastyrk úr verðlaunasjóði í læknisfræði sem afhentur var á ársfundi LSH í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ fimmtudaginn 26. apríl 2007.
Sjóðurinn var stofnaður af læknunum Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni til að veita verðlaun eða styrki vegna rannsókna í læknisfræði og skyldum greinum. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt á ársfundi spítalans. Þau nema nú 2,5 milljónum króna og eru líklega stærstu verðlaun sem veitt eru fyrir vísindastörf á Íslandi. Í desember var auglýst eftir tilnefningum og áskilið að viðkomandi stundaði heilbrigðisvísindi við Landspítala - háskólasjúkrahús og/eða Háskóla Íslands. Alls bárust 7 tilnefningar. Í öllum tilvikum var um að ræða mjög öfluga vísindamenn. Stjórn sjóðsins valdi úr tilnefningunum en hana skipa stofnendur og Steinunn Þórðardóttir læknir.
Magnús Gottfreðsson lauk námi í læknadeild árið 1991 en sérnámi í lyflækningum og smitsjúkdómafræði við Duke University í Bandaríkjunum. Hann réðst sem sérfræðingur í smitsjúkdómum að LSH árið 1999. Dósent í læknadeild varð hann árið 2004. Magnús er einn fárra lækna á Íslandi sem hefur tekist að brúa bilið milli grunnrannsókna og klínískra fræða. Hann hefur beitt nútímaaðferðum við stofngreiningu sýkla og hefur náð góðum árangri í sameindafræðilegri greiningu sýkingarvalda í ýmsum sjúklingahópum.
Við móttöku styrksins á ársfundinum sagði Magnús frá þeim hluta athyglisverðra rannsókna sinna sem snúa að Spænsku veikinni sem geisaði hér á landi árið 1918.
-
Sjóðurinn var stofnaður af læknunum Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni til að veita verðlaun eða styrki vegna rannsókna í læknisfræði og skyldum greinum. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt á ársfundi spítalans. Þau nema nú 2,5 milljónum króna og eru líklega stærstu verðlaun sem veitt eru fyrir vísindastörf á Íslandi. Í desember var auglýst eftir tilnefningum og áskilið að viðkomandi stundaði heilbrigðisvísindi við Landspítala - háskólasjúkrahús og/eða Háskóla Íslands. Alls bárust 7 tilnefningar. Í öllum tilvikum var um að ræða mjög öfluga vísindamenn. Stjórn sjóðsins valdi úr tilnefningunum en hana skipa stofnendur og Steinunn Þórðardóttir læknir.
Magnús Gottfreðsson lauk námi í læknadeild árið 1991 en sérnámi í lyflækningum og smitsjúkdómafræði við Duke University í Bandaríkjunum. Hann réðst sem sérfræðingur í smitsjúkdómum að LSH árið 1999. Dósent í læknadeild varð hann árið 2004. Magnús er einn fárra lækna á Íslandi sem hefur tekist að brúa bilið milli grunnrannsókna og klínískra fræða. Hann hefur beitt nútímaaðferðum við stofngreiningu sýkla og hefur náð góðum árangri í sameindafræðilegri greiningu sýkingarvalda í ýmsum sjúklingahópum.
Við móttöku styrksins á ársfundinum sagði Magnús frá þeim hluta athyglisverðra rannsókna sinna sem snúa að Spænsku veikinni sem geisaði hér á landi árið 1918.
Mynd: Magnús Gottfreðsson tók við vísindastyrknum úr hendi Magnúsar Péturssonar forstjóra sem afhenti hann fyrir hönd stjórnar
verðlaunasjóðsins.
-