Guðmundur Þorgeirsson sviðsstjóri lækninga á lyflækningasviði I á LSH og prófessor hefur verið útnefndur heiðursvísindamaður spítalans á árinu 2007. Útnefningin fór fram á vísindadagskrá við upphaf Vísinda á vordögum og flutti Guðmundur fyrirlestur um rannsóknir sínar.
Guðmundur á að baki glæsilegan vísindaferil. Hann útskrifaðist sem læknir frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1973 og var kandídat á Landspítalanum fram á árið 1974. Að loknu kandídatsári fór hann til Bandaríkjanna þar sem hann lagði stund á framhaldsnám við Case Western Reserve háskólann í Cleveland; var fyrst deildarlæknir í meinafræði á árunum 1974 - 1978 og síðan aðstoðar- og deildarlæknir í lyflækningum 1978 - 1980. Framhaldsnám í hjartasjúkdómum stundaði hann á árunum 1980 - 1982. Guðmundur varði doktorsritgerð sína: Effects of platelets on human vascular endthelial and smooth muscle cells in vitro við Case Western Reserve háskólann á árinu 1978.
Eftir heimkomu 1982 hóf Guðmundur störf á Landspítalanum, fyrst sem sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum en varð yfirlæknir á bráðamóttöku spítalans á árinu 1988 og síðan yfirlæknir hjartadeildar frá árinu 2001. Hann var lektor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Íslands 1987 - 1990, dósent 1990 - 1998 og loks prófessor í klínískri lyfjafræði frá 1. desember 1998.
Auk þessara starfa, hefur Guðmundur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum bæði á innlendum og erlendum vettvangi og setið í ritstjórn erlendra vísindatímarita og Læknablaðsins.
Rannsóknarstörf Guðmundar má flokka í fernt.
1) Rannsóknir á boðkerfi í æðaþeli, einkum stjórn á níturoxíðmyndun og hlutverk prótein-kínasa B(AKT) og AMP kínasa í æðaþeli.
2) Faraldsfræði hjartasjúkdóma, í samstarfi við Hjartavernd, bæði í eldri rannsóknum og núverandi öldrunarrannsókn Hjartaverndar.
3) Klínískar lyfjarannsóknir, einkum meðferð við háþrýstingi, hækkuðu kólesteróli og hjartabilun.
4) Erfðarannsóknir á hjarta og æðasjúkdómum, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu.
Guðmundur Þorgeirsson hefur birt um hundrað greinar í ritrýndum vísindatímaritum, þar af 29 á sl. 5 árum. Tilvitnanir í vísindaverk hans skipta þúsundum.
Hann hefur auk þess ritað umtalsverðan fjölda yfirlits- og ritstjórnargreina og bókakafla í gegnum tíðina og verið leiðbeinandi fjölmargra ungra og upprennandi vísindamanna.
Guðmundur á að baki glæsilegan vísindaferil. Hann útskrifaðist sem læknir frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1973 og var kandídat á Landspítalanum fram á árið 1974. Að loknu kandídatsári fór hann til Bandaríkjanna þar sem hann lagði stund á framhaldsnám við Case Western Reserve háskólann í Cleveland; var fyrst deildarlæknir í meinafræði á árunum 1974 - 1978 og síðan aðstoðar- og deildarlæknir í lyflækningum 1978 - 1980. Framhaldsnám í hjartasjúkdómum stundaði hann á árunum 1980 - 1982. Guðmundur varði doktorsritgerð sína: Effects of platelets on human vascular endthelial and smooth muscle cells in vitro við Case Western Reserve háskólann á árinu 1978.
Eftir heimkomu 1982 hóf Guðmundur störf á Landspítalanum, fyrst sem sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum en varð yfirlæknir á bráðamóttöku spítalans á árinu 1988 og síðan yfirlæknir hjartadeildar frá árinu 2001. Hann var lektor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Íslands 1987 - 1990, dósent 1990 - 1998 og loks prófessor í klínískri lyfjafræði frá 1. desember 1998.
Auk þessara starfa, hefur Guðmundur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum bæði á innlendum og erlendum vettvangi og setið í ritstjórn erlendra vísindatímarita og Læknablaðsins.
Rannsóknarstörf Guðmundar má flokka í fernt.
1) Rannsóknir á boðkerfi í æðaþeli, einkum stjórn á níturoxíðmyndun og hlutverk prótein-kínasa B(AKT) og AMP kínasa í æðaþeli.
2) Faraldsfræði hjartasjúkdóma, í samstarfi við Hjartavernd, bæði í eldri rannsóknum og núverandi öldrunarrannsókn Hjartaverndar.
3) Klínískar lyfjarannsóknir, einkum meðferð við háþrýstingi, hækkuðu kólesteróli og hjartabilun.
4) Erfðarannsóknir á hjarta og æðasjúkdómum, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu.
Guðmundur Þorgeirsson hefur birt um hundrað greinar í ritrýndum vísindatímaritum, þar af 29 á sl. 5 árum. Tilvitnanir í vísindaverk hans skipta þúsundum.
Hann hefur auk þess ritað umtalsverðan fjölda yfirlits- og ritstjórnargreina og bókakafla í gegnum tíðina og verið leiðbeinandi fjölmargra ungra og upprennandi vísindamanna.