Það var öflug sveit blóðgjafa sem mætti í nýtt og endurbætt húsnæði Blóðbankans við opnun hans að morgni 7. maí s.l. Það var góð stemning á staðnum og allir sammála um að andinn í húsinu sé góður. Fyrstu blóðgjafarnir sem mættu fengu blómvönd að launum.
Andrea Líf Ægisdóttir var síðasti blóðgjafinn í gamla Blóðbankanum við Barónsstíg.
Fyrstu blóðflögugjafarnir. Gerður Einarsdóttir og Jón Arnar Guðmundsson brugðust skjótt við þegar þau voru beðin um að gefa blóðflögur daginn áður en formleg opnun átti sér stað. Hér eru þau ásamt Ernu og Auði Björk.
Einar Bjarnason mætti fyrstur allra í nýja Blóðbankann á opnunardaginn. Sigríður og Þorbjörg tóku á móti honum.
Erla Bára Ragnarsdóttir kom fyrst kvenna til að gefa á opnunardaginn. Hér er hún ásamt Huldu og Auði.
Ingólfur V. Guðmundsson ásamt Ólafíu og Auði.
Guðný Ása Þorsteinsdóttir gaf blóðflögur. Hér er hún ásamt Auði og Vigdísi.
Georg Birgisson ásamt Vigdísi og Auði.
Sólveig María Erlendsdóttir ásamt Auði Björk og Auði Kristjánsdóttir.