Kæru íslensku blóðgjafar
Bestu þakkir fyrir að bregðast skjótt og vel við ákalli Blóðbankans.
Fimmtudaginn 4. október 2007 komu alls 194 blóðgjafar í Blóðbankann Snorrabraut 60. Blóðbankabíllinn við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fékk 43 blóðgjafa í heimsókn og á starfsstöð okkar á Akureyri komu 19 blóðgjafar. Samtals eru þetta 256 blóðgjafar og var því sett nýtt Íslandsmet í blóðsöfnun á einum degi þennan dag! Viljum við koma á framfæri þakklæti til allra blóðgjafa, sem hafa með þessum hætti tryggt öryggi sjúklinga á Íslandi.
Við þökkum einnig fjölmiðlum sem hafa sýnt mikilvægan stuðning við þessar aðstæður.
Mikil notkun hefur verið á blóðhlutum síðustu vikurnar og teljum við líklegt að sú notkun haldi áfram á næstu vikum.
Við munum áfram þurfa á öflugum stuðningi blóðgjafa að halda næstu vikur.
Enn vantar okkur blóð í O mínus blóðflokki.
Hvetjum við sérstaklega blóðgjafa í þeim blóðflokki að koma til okkar og gefa blóð.
Móttaka blóðgjafa í Blóðbankanum er opin:
mánudaga og fimmtudaga 08:00-19:00
þriðjudaga og miðvikudaga 08:00-15:00
föstudaga 08:00-12:00.
Í Blóðbankanum er alltaf kaffi á könnunni og gott meðlæti !
Blóðbankabíllinn verður við Kvennaskólann í Reykjavík þann 9. október (kl. 9.30-14.30) og á Selfossi 10. október (kl. 10-17).
Nánari upplýsingar um ferðir Blóðbankabílsins eru á www.blodbankinn.is
sjá hér að neðan nánari samantekt um blóðsöfnun síðustu vikuna.
http://www.blodbankinn.is/
Heimsóknir blóðgjafa í Blóðbankann um land allt:
föstudagur
28. sept |
mánudagur
1. okt |
þriðjudagur
2. okt |
miðvikudagur
3. okt |
fimmtudagur
4. okt |
föstudagur
5. okt |
|
Blóðbankinn, Snorrabraut
|
51
|
93
|
99
|
125
|
194
|
55
|
Blóðbankabíllinn
|
-
|
-
|
41
Grundarfjörður |
64
Stykkishólmur, Ólafsvík |
43
Fjarðarkaup, Hafnarfirði |
-
|
Blóðbankinn,
Akureyri |
-
|
7
|
4
|
12
|
19
|
-
|
Samtals
|
51
|
100
|
144
|
201
|
256
|
55
|