Samtök um sárameðferð standa fyrir árlegri ráðstefnu um sár og sárameðferð í Salnum í Kópavogi 19. október 2007. Á ráðstefnunni halda virtir íslenskir og erlendir sérfræðingar erindi. Þrýstingssár verða í brennidepli og verður greint frá niðurstöðum íslenskrar rannsóknar á algengi þrýstingssára, fjallað verður um flokkun þeirra og klínískar leiðbeiningar sem miða að því að fyrirbyggja þrýstingssár og að lokum verður fjallað um skurðmeðferð legusára. Auk umfjöllunar um legusár verður fyrirlestur um mat á sárum og val á umbúðum. Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á heimasíðu samtakanna http://sums-is.org. Allt heilbrigðisstarfsfólk og nemar velkomnir.
Ráðstefna um sár og sárameðferð
Árleg ráðstefna um sár og sárameðferð verður í Salnum í Kópavogi föstudaginn 19. október 2007.