Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands og Magnús Pétursson forstjóri Landspítala voru að vonum ánægð þegar kveikt var á bleikri lýsingu á suðurhlið Landspítala Hringbraut fimmtudaginn 11. október 2007. Árveknisátak Krabbameinsfélagsins vegna brjóstakrabbameins undir merkjum Bleiku slaufunnar er nú í fullum gangi og má með sanni segja að fáar stofnanir tengist átaki Krabbameinsfélagsins meira en einmitt LSH. Gott samstarf hefur verið gegnum tíðina með þessum aðilum í baráttunni við krabbamein og má benda á að Bleika slaufan fæst í verslunum Rauða krossins bæði í spítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.
Myndir að neðan: Landspítali í bleikum lit að morgni 15. október 2007.