Starfshópur sem forstjóri Landspítala skipaði 3. júlí 2007 leggur til að sú meginregla verði viðhöfð að ráða stjórnendur á LSH tímabundið til allt að 5 ára.
Skýrslu hópsins fylgir athugasemd formanns læknaráðs um stöðu yfirlækna í því sambandi. Framkvæmdastjórn LSH hefur skýrsluna til umfjöllunar.
Starfshópurinn var skipaður með vísan til ákvæðis í nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að heimilt sé að ráða starfsmenn sem gegna stjórnunarstöðum tímabundið til allt að 5 ára. Hópnum var falið að skýra með hvaða hætti mætti nota heimildarákvæðið og hvernig það hefði áhrif á ráðningar yfirmanna.
Starfshópurinn:
Torfi Magnússon ráðgjafi forstjóra, formaður.
Álfheiður Árnadóttir formaður hjúkrunarráðs.
Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir aðstoðarm. framkv.stj. hjúkrunar
Oddur Gunnarsson lögfræðingur á skrifstofu starfsmannamála.
Niels Chr. Nielsen aðstoðarmaður framkv.stj. lækninga.
Þorbjörn Jónsson formaður læknaráðs.
Skýrsla um tímabundnar ráðningar stjórnenda á LSH
Starfshópur sem forstjóri LSH skipaði hefur skilað tillögum sínum um tímabundnar ráðningar stjórnenda á Landspítala.