Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni árið 2007 í samræmi við stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010.
Í styrkumsókn skal m.a. koma fram markmið verkefnis, framkvæmdaáætlun og hvernig unnt væri að nýta niðurstöður til að bæta þjónustuna. Sótt skal um í nafni einstakra stofnana og/eða starfseininga.
Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um rafrænt á umsóknavef Stjórnarráðsins. Sækja þarf um aðgang að umsóknavefnum á vefslóðinni http://umsoknir.stjr.is.
Aðgangur er gefinn á kennitölu umsækjanda (athugið, ekki á kennitölu stofnunar) og verður lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu.
Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2007.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir, deildarstjóri, í síma 545 8700 og í tölvupósti á postur@htr.stjr.is. Einnig eru upplýsingar á vefsíðu ráðuneytisins heilbrigdisraduneyti.is.