Hjá JPV útgáfu er komin út bókin Kleppur í 100 ár eftir Óttar Guðmundsson geðlækni og rithöfund. Bókin er rituð í tilefni af aldarafmæli Kleppsspítala en fyrsti sjúklingurinn lagðist þar inn fyrir réttum 100 árum og æ síðan hefur Kleppur verið óaðskiljanlegur hluti íslensks veruleika. Í bókinni er saga Klepps rakin og um leið sögð saga fólksins sem þar starfaði og sjúklinganna sem þar voru vistaðir, svo og saga geðlækninga á Íslandi og þróunar þeirra. Sjá nánar um bókina á vef JPV úgáfunnar. Bókin er ódýrari þar en í almennri sölu. Starfsmenn Landspítala fá hins vegar enn meiri afslátt en til þess þarf að fara í verslun JPV að Bræðraborgarstíg 7 og sýna starfsmannaskírteinið. Þannig fæst bókin á 4.186 krónur. |
||
Vorið 2007 var mikil hátíð í tilefni af 100 ára afmæli Kleppsspítala. Meðal annars var haldin alþjóðleg ráðstefna sem nefndist Kleppur er víða - sjúkrahús í eina öld. Á þessari ráðstefnu fjallaði Óttar Guðmundsson um Klepp í 100 ár. Það er hægt að sjá fyrirlestur Óttars í Vefvarpi LSH með því að smella hér. |
Saga Kleppsspítala í 100 ár
Starfsmönnum Landspítala býðst nýútkomin bók Óttars Guðmundssonar geðlæknis um sögu Kleppsspítala með sérstökum afslætti ef farið er í verslun JPV útgáfunnar að Bræðraborgarstíg 7.