Miðstöð lyfjaupplýsinga" er gæðaverkefni sem hófst í sjúkrahúsapóteki Landspítala 12. desember 2007. Verkefnisáætlun var unnin í samvinnu við deild gæðamála og innri endurskoðunar. Búið er að skilgreina markmið og hvernig meta skuli niðurstöður verkefnisins. Meginmarkmið þess er að efla öryggi og gæði í lyfjanotkun á Landspítala.
Eitt af megin verkefnum lyfjafræðinga í sjúkrahúsapóteki Landspítala er að svara lyfjafræðilegum fyrirspurnum frá heilbrigðisstarfsfólki LSH og annarra heilbrigðisstofnana.
Markmið verkefnisins er að staðla vinnubrögð við úrvinnslu lyfjafræðilegra fyrirspurna og um leið auka gæði og öryggi þeirrar ráðgjafar sem veitt er. Það er gert með því að flokka fyrirspurnir niður, útbúa bakgrunnsspurningar sem notaðar eru til að tryggja réttan skilninga á vandamálinu og veita þannig sem besta lyfjafræðilega ráðgjöf, skilgreina í hvaða gagnasöfnum er leitað og hvernig úrvinnsla er þannig að svarað sé á staðlaðan hátt. Allar fyrirspurnir og sú lyfjafræðilega ráðgjöf sem veitt er í framhaldinu verður skráð í gagnagrunn. Söfnun lyfjafræðilegra fyrirspurna og úrvinnslu þeirra í gagnagrunn kemur í veg fyrir að sömu fyrirspurnir séu tvíunnar, tryggir rekjanleika þeirrar ráðgjafar sem apótekið veitir og gefur möguleika á að mæla það vinnuframlag lyfjafræðinga sem felst í að svara lyfjafræðilegum fyrirspurnum.
Réttar, gagnreyndar upplýsingar og hvernig þeim er miðlað til lækna og hjúkrunarfræðinga er mikilvægur þáttur í að tryggja rétta lyfjagjöf, koma í veg fyrir lyfjatengd vandamál og auka þar með öryggi sjúklinga.
Eitt af megin verkefnum lyfjafræðinga í sjúkrahúsapóteki Landspítala er að svara lyfjafræðilegum fyrirspurnum frá heilbrigðisstarfsfólki LSH og annarra heilbrigðisstofnana.
Markmið verkefnisins er að staðla vinnubrögð við úrvinnslu lyfjafræðilegra fyrirspurna og um leið auka gæði og öryggi þeirrar ráðgjafar sem veitt er. Það er gert með því að flokka fyrirspurnir niður, útbúa bakgrunnsspurningar sem notaðar eru til að tryggja réttan skilninga á vandamálinu og veita þannig sem besta lyfjafræðilega ráðgjöf, skilgreina í hvaða gagnasöfnum er leitað og hvernig úrvinnsla er þannig að svarað sé á staðlaðan hátt. Allar fyrirspurnir og sú lyfjafræðilega ráðgjöf sem veitt er í framhaldinu verður skráð í gagnagrunn. Söfnun lyfjafræðilegra fyrirspurna og úrvinnslu þeirra í gagnagrunn kemur í veg fyrir að sömu fyrirspurnir séu tvíunnar, tryggir rekjanleika þeirrar ráðgjafar sem apótekið veitir og gefur möguleika á að mæla það vinnuframlag lyfjafræðinga sem felst í að svara lyfjafræðilegum fyrirspurnum.
Réttar, gagnreyndar upplýsingar og hvernig þeim er miðlað til lækna og hjúkrunarfræðinga er mikilvægur þáttur í að tryggja rétta lyfjagjöf, koma í veg fyrir lyfjatengd vandamál og auka þar með öryggi sjúklinga.