Stýrinefnd LSH sem skipuð varð til þess að ljúka frumáætlun vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs háskólasjúkrahúss kynnti yfirlæknum á Landspítala stöðu og gang mála í því verkefni á fundi í Hringsal föstudaginn 8. febrúar 2008. Á fundinn komu einnig Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Hanna Katrín Friðriksdóttir aðstoðarmaður ráðherrans.
Jóhannes M. Gunnarsson, Friðbjörn Sigurðsson og Gyða Baldursdóttir kynntu málið af hálfu stýrinefndarinnar og svöruðu fyrirspurnum.
Gagngerar breytingar hafa orðið á upphaflegri vinningstillögu um skipulag nýja sjúkrahússins í samvinnu stýrinefndar, verkefnisstjóra og arkitektanna.
Leit
Loka