Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili tekur að sér að reka hjúkrunardeild L-1 á Landakoti, samkvæmt samningi sem undirritaður var 2. apríl 2008. Samningurinn gildir frá 14. maí 2008 til 31. desember 2009. Með honum tekur Grund að sér sólarhringsþjónustu á 18 hjúkrunarrýma deild á Landakoti fyrir aldraða sjúklinga sem bíða varanlegrar búsetu, einkum einstaklinga með heilabilun. Deildin hefur verið lokuð að undanförnu þar sem ekki hefur tekist að ráða starfsfólk til þess að tryggja reksturinn.
Hlutverk hjúkrunardeildar er að veita sjúklingum þá hjúkrun og heilbrigðisþjónustu sem þeir þarfnast, auk aðstoðar við athafnir daglegs lífs. Þjónustan skal byggjast á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hvers sjúklings, miða að því að mæta þörfum hans og stuðla að bestu mögulegum lífsgæðum. Innlagnir sjúklinga á hjúkrunardeild L-1 verða í samræmi við tillögur sérstaks samstarfshóps Landspítala og Grundar sem skipaður verður.
Rekstur hjúkrunardeildarinnar var boðinn út og bárust tvö tilboð, frá Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili upp á tæpar 21 þúsund krónur legudagurinn. Landspítali rak árið 2007 hjúkrunardeild með samningi við heilbrigðisráðuneytið og reyndist raunkostnaður við þá deild rúmar 22 þúsund krónur fyrir legudaginn.
Ákveðið var að ganga til samninga við Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili og verður greitt fyrir reksturinn í formi daggjalda, tæplega 19,800 krónur dagurinn. Verktaki ber fulla fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum, þar með talið launagreiðslum til starfsmanna og launatengdum gjöldum. Landspítali tekur þó að sér vakt hjúkrunarfræðings á nóttunni um helgar.
Starfsemin á hjúkrunardeild L-1 á Landakoti hefst 14. maí.
Hlutverk hjúkrunardeildar er að veita sjúklingum þá hjúkrun og heilbrigðisþjónustu sem þeir þarfnast, auk aðstoðar við athafnir daglegs lífs. Þjónustan skal byggjast á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hvers sjúklings, miða að því að mæta þörfum hans og stuðla að bestu mögulegum lífsgæðum. Innlagnir sjúklinga á hjúkrunardeild L-1 verða í samræmi við tillögur sérstaks samstarfshóps Landspítala og Grundar sem skipaður verður.
Rekstur hjúkrunardeildarinnar var boðinn út og bárust tvö tilboð, frá Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili upp á tæpar 21 þúsund krónur legudagurinn. Landspítali rak árið 2007 hjúkrunardeild með samningi við heilbrigðisráðuneytið og reyndist raunkostnaður við þá deild rúmar 22 þúsund krónur fyrir legudaginn.
Ákveðið var að ganga til samninga við Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili og verður greitt fyrir reksturinn í formi daggjalda, tæplega 19,800 krónur dagurinn. Verktaki ber fulla fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum, þar með talið launagreiðslum til starfsmanna og launatengdum gjöldum. Landspítali tekur þó að sér vakt hjúkrunarfræðings á nóttunni um helgar.
Starfsemin á hjúkrunardeild L-1 á Landakoti hefst 14. maí.