Biðlistar á barna- og unglingageðdeild BUGL hafa styst síðan ríkisstjórnin lagði fé til þess að stórauka þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir, að tillögu heilbrigðisráðherra. Aðgerðirnar voru kynntar um miðjan ágúst 2007. Þá voru til dæmis 165 börn á biðlista en þeim hefur síðan fækkað um 58 eða niður í 107. Að auki hafa um 100 nýjar tilvísanir borist barna- og unglingageðdeild frá ágúst 2007. Af þeim hefur 20 verið vísað frá. Önnur mál hafa farið á biðlista eða þurft forgang og eru því þegar komin í vinnslu. Samtals hafa því verið unnin 138 mál á þeim 6-7 mánuðum sem liðnir eru. Talið er að við óbreyttar aðstæður hefði ekki náðst að vinna niður biðlistann eins og gert hefur verið, jafnvel að málum á biðlista hefði fjölgað.
Ávinningurinn kemur einkar skýrt fram ef bornar eru saman fyrstu komur (ný mál frá biðlista)á göngudeild BUGL fyrstu þrjá mánuði ársins 2007 og 2008. Fyrra árið voru 23 ný mál skráð en 49 núna. Þetta sýnir aukna starfsemi á BUGL.
Fjórir nýir starfsmenn hafa komið starfa á BUGL síðan í sumar. Það hefur haft jákvæð áhrif en miklu skiptir líka aukin samvinna við aðra þjónustuaðila utan Landspítala, ásamt aukinni fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra svaraði fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur þingsmanns um málefni BUGL á Alþingi í dag og gerði ítarlega grein fyrir þeim árangri sem orðið hefði af aðgerðaráætluninni síðastliðið sumar. Í umræðum kom fram ánægja með jákvæða niðurstöðu málsins bæði hjá stjórnarþingmönnum og stjórnarandstöðu.
Ávinningurinn kemur einkar skýrt fram ef bornar eru saman fyrstu komur (ný mál frá biðlista)á göngudeild BUGL fyrstu þrjá mánuði ársins 2007 og 2008. Fyrra árið voru 23 ný mál skráð en 49 núna. Þetta sýnir aukna starfsemi á BUGL.
Fjórir nýir starfsmenn hafa komið starfa á BUGL síðan í sumar. Það hefur haft jákvæð áhrif en miklu skiptir líka aukin samvinna við aðra þjónustuaðila utan Landspítala, ásamt aukinni fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra svaraði fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur þingsmanns um málefni BUGL á Alþingi í dag og gerði ítarlega grein fyrir þeim árangri sem orðið hefði af aðgerðaráætluninni síðastliðið sumar. Í umræðum kom fram ánægja með jákvæða niðurstöðu málsins bæði hjá stjórnarþingmönnum og stjórnarandstöðu.