Tekinn hefur verið í notkun nýr og glæsilegur líkamsræktarsalur á Kleppi.
Í tilefni af aldarafmæli Klepps vorið 2007 fékk spítalinn eina milljón króna að gjöf frá ACTAVIS. Ákveðið var að ráðstafa gjöfinni á þann hátt að hún nýttist sem allra flestum á endurhæfingu geðsviðs.
Gamla starfsmannaráðið lagði líka til eina miljón króna sem var lokaverkefni starfsmannanefndarinnar á Kleppi og fyrir tilstuðlan Hreyfingar voru tækin í líkamsræktarsalnum á Kleppi endurnýjuð. Þannig varð til hinn glæsilegasti tækjasalur sem er nú til afnota fyrir sjúklinga og starfsfólk.
Þann 3. apríl 2008 var nýi líkamsræktarsalurinn opnaður með viðhöfn að viðstöddum fulltrúum frá Actavis og sviðsstjórum geðsviðs ásamt sjúklingum og starfsfólki á Kleppi.