Sumarið 2008 verða fleiri legurými opin á öldrunar- og endurhæfingarsviðum en fyrri sumur. Flest önnur svið áætla að hafa heldur fleiri legurými opin en á sama tíma í fyrra, nema fækkun verður á lyflækningasviði II. Áætlaður samdráttur á legurýmum sumarið 2008 er 9% af mögulegum legudögum en var á sama tíma í fyrra 14%.
Fjölgun legurýma í sumar er fyrst og fremst vegna þess að betur gengur að manna sumarleyfi starfsmanna en undanfarin sumur. Þó er aldrei hægt að manna öll sumarleyfi starfsmanna með afleysingafólki m.a. vegna mikillar sérhæfingar starfsmanna spítalans. Gert er ráð fyrir því að allir starfsmenn LSH fái 4 vikna sumarleyfi á aðal orlofstíma.
Samdráttur í dagdeildarrýmum verður einungis 3% af mögulegum legudögum eins og í fyrra sumar.
Starfsemi á skurðstofum er með sama hætti og undanfarin ár.
Nefnd um stýrt flæði á LSH skilaði framkvæmdastjórum hjúkrunar og lækninga tillögum að sumarstarfsemi LSH eftir samráð við sviðsstjóra klínískra sviða og hliðsjón af mönnunarmálum og rekstraráætlun. Framkvæmdastjórn LSH hefur samþykkt að starfsemi klínískra deilda LSH verði með eftirfarandi hætti sumarið 2008.
Sjá einnig um sumarstarfsemi sjúkrahúsanna fjögurra á suðvesturhorni landsins sem kynnt var 12. júní.
Barnasvið
Dagdeild 23E - lokar 23. júní - 20. júlí.
Barnaskurðdeild 22D og barnadeild 22E verða sameinaðar frá 18. júlí - 17. ágúst.
Barnaskurðdeild B-5 lokar frá 30. júní - 4. ágúst.
Endurhæfingasvið
Endurhæfingardeildir R-2 og R-3 verða reknar saman með 26 rúm frá 7. júlí - 18. ágúst.
Á sama tíma verða opin 15 dagdeildarrúm á R-3.
Geðsvið
Endurhæfingardeild 28 í Hátúni 10A breytist í dagdeild 1. maí (opin 8:00 - 20:00 alla daga vikunnar).
Legudeildir BUGL verða samreknar 13. júlí - 4. ágúst í húsnæði unglingageðdeildar. Dagdeildarmeðferð átraskana á Hringbraut lokar 7. júlí - 4. ágúst en göngudeild geðdeildar sinnir átröskunarsjúklingum þennan tíma.
Kvennasvið
Kvenlækningadeild 21A og meðgöngudeild 22B verða samreknar um helgar í sumar. Starfsemin verður á kvenlækningadeild 21A til og með 8. júní en á meðgöngudeild 22B eftir það.
Lyflækningasvið I
Lyflækningasvið I verður með 130 rúm opin í júní og 125 í júlí og ágúst, sbr. meðfylgjandi töflu:
14E | 14G | 13E | Hb alls | A-7 | B-7 | A-6 | B-2 | A-2 | Fv. alls | Samtals | |
Júní | 20 | 16 | 15 | 51 | 16 | 16 | 16 | 16 | 15 | 79 | 130 |
2/7-15/7 | 20 | 16 | 15 | 51 | 16 | 16 | 16 | 16 | 10 | 74 | 125 |
16/7-1/9 | 20 | 16 | 15 | 51 | 21 | 27 | 0 | 16 | 10 | 74 | 125 |
Hjartadeildir (14E og 14G) verða með opin 36 rúm og samdráttur verður í valkvæðri starfsemi þeirra í júlí og fram í ágúst.
Starfsemi lungnadeildar A-6 og gigtar og almennrar lyflækningadeildar B-7 verður sameinuð frá 16. júlí til 1. september.
Aðrar legudeildir draga úr starfsemi vegna skorts á sérhæfðu starfsfólki.
Engin starfsemi verður í svefnrannsóknum á A-6 frá 16. júlí til 8. ágúst.
Frá 11. ágúst - 31. ágúst verða næturmælingar og innstillingar bráðveikra sjúklinga á öndunarvélar tvær nætur í viku, á A-6.
Göngudeild húðsjúkdóma lokar einn dag í viku frá 9. júní - 31. ágúst (þriðjudagar) og göngudeild kynsjúkdóma lokar einn dag í viku á sama tíma (fimmtudagar).
Lyflækningasvið II
Starfsemi krabbameinslækningadeildar 11E og blóðlækningadeildar 11G verður sameinuð á deild 11G frá 11. júlí til og með 5. ágúst.
Draga mun úr dag- og göngudeildarþjónustu yfir hásumarið.
Skurðlækningasvið
Starfsemi skurðlækningasviðs í Fossvogi verður með breyttu sniði þetta sumar vegna framkvæmda á deild A5, HNE - bæklunardeild. Framkvæmdir hefjast í 2. júní og stefnt er að verklokum í september. Starfsemi deildar A-5 skiptist á skurðlækningadeildir í Fossvogi, þ.e. B-6, B-5 og A-4 og mun skurðlækningasvið sinna allri starfsemi sinni þar. Valaðgerðir verða í lágmarki í samræmi við samdrátt á starfsemi skurðstofa frá lokum júní og fram í ágúst.
Á Hringbraut verður skipulagið með eftirfarandi hætti:
Almennar skurðdeildir 12G og 13G sameinast á tímabilinu 18. júlí - 11. ágúst.
Þvagfæraskurðdeild 13D verður með 15 rúm opin 6. júní - 31. ágúst.
Brjóstholsskurðdeild/augndeild 12E verður með 15 rúm opin frá 23. júní - 31. ágúst.
Göngudeild þvagfærarannsókna 11A lokar 28. júlí - 5. ágúst.
Augndeild á Þorfinnsgötu lokar 18. júlí - 4. ágúst.
Svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið
Skurðstofum er lokað að hluta til um hásumarið og er fjöldi opinna skurðstofa á LSH eftirfarandi:
|
Fossvogur |
Hringbraut |
Kvennadeildir |
Samtals opnar skurðstofur |
09.6. – 22.6. |
5 |
5 |
2 |
12 |
23.6. – 17.8. |
3 |
4 |
2 |
|
18.8. – 31.8. |
5 |
5 |
2 |
12 |
Frá 4.6. - 31.8. verður ein skurðstofa (21 og 8) í gangi fyrir augnaðgerðir
Einnig er samdráttur í þjónustu vöknunar, sbr. eftirfarandi:
Vöknun í Fossvogi verður lokuð að næturlagi 7. júlí - 10. ágúst.
Vöknun á Hringbraut verður lokuð að næturlagi 23.júní - 17. ágúst.
Vöknun kvennadeildar verður lokuð frá kl. 16:00 - 08:00 23. júní - 17.ágúst.
Öldrunarsvið
Engar lokanir verða á 7 daga deildum öldrunarsviðs en 5 daga öldrunarendurhæfingardeildir loka sbr. eftirfarandi:
L-2 verður lokuð frá 8. júní - 12. júlí.
L-3 verður lokuð frá 13. júlí - 16. ágúst.
Miðstöð skilvirks flæðis
Innlagnavaktir verða styttar frá 1. júní og verða virka daga frá 16:00 - 20.00 og um helgar frá 10:00 - 20:00
Sjúkrahústengd heimaþjónusta dregur úr starfsemi frá 6. júlí - 5.ágúst.
Útskriftarteymi dregur úr starfsemi yfir hásumarið.
Hjúkrunarsveit dregur úr starfsemi 7. júlí - 16. júlí.