Molinn, ungmennahúsið í Kópavogi, var opnað á setningardegi Kópavogsdaga, menningarhátíðar í Kópavogi, laugardaginn 3. maí síðastliðinn við hátíðlega athöfn. Efnt hafði verið til nafnasamkeppni og verðlaunum heitið. Sá sem sendi inn tillöguna kaus að láta nafns síns ekki getið og ákvað lista- og menningarráð Kópavogs því að gefa verðlaunaféð, 100 þúsund krónur, BUGL – Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
Molinn er menningar- og tómstundamiðstöð ungs fólks á aldrinum 16–24 ára og gjöf bæjarstjórnar handa ungu fólki í bænum á 50 ára afmæli bæjarfélagsins 2005. Molinn stendur við Hábraut 2, beint á móti tónlistarhúsinu Salnum og Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni, við rætur Borgarholtsins. Í sumar verða vikulegar uppákomur í húsinu. Þar að auki munu Skapandi sumarstörf hafa aðstöðu í húsinu og í byrjun ágúst verður Tónlistarhátíð ungs fólks haldin þar á svæðinu.
BUGL er deild innan geðsviðs sem sérhæfir sig í mati og meðferð á geðröskun barna og unglinga ásamt kennslu, handleiðslu og rannsóknum þeirra fagstétta sem þar starfa. Einnig hefur deildin hlutverki að gegna sem samráðsaðili við aðrar deildir og stofnanir sem veita börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra þjónustu. Á BUGL starfa barna- og unglingageðlæknar, sálfræðingar, geðhjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, listmeðferðarfræðingar, ráðgjafar og ritarar ásamt fagfólki í starfsþjálfun.
Mynd: Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, afhenti Unni Hebu Steingrímsdóttur deildarstjóra peningagjöfina.
Molinn er menningar- og tómstundamiðstöð ungs fólks á aldrinum 16–24 ára og gjöf bæjarstjórnar handa ungu fólki í bænum á 50 ára afmæli bæjarfélagsins 2005. Molinn stendur við Hábraut 2, beint á móti tónlistarhúsinu Salnum og Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni, við rætur Borgarholtsins. Í sumar verða vikulegar uppákomur í húsinu. Þar að auki munu Skapandi sumarstörf hafa aðstöðu í húsinu og í byrjun ágúst verður Tónlistarhátíð ungs fólks haldin þar á svæðinu.
BUGL er deild innan geðsviðs sem sérhæfir sig í mati og meðferð á geðröskun barna og unglinga ásamt kennslu, handleiðslu og rannsóknum þeirra fagstétta sem þar starfa. Einnig hefur deildin hlutverki að gegna sem samráðsaðili við aðrar deildir og stofnanir sem veita börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra þjónustu. Á BUGL starfa barna- og unglingageðlæknar, sálfræðingar, geðhjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, listmeðferðarfræðingar, ráðgjafar og ritarar ásamt fagfólki í starfsþjálfun.
Mynd: Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, afhenti Unni Hebu Steingrímsdóttur deildarstjóra peningagjöfina.