Guðmundur Þorgeirsson sviðsstjóri lækninga á lyflækningasviði I hefur verið ráðinn prófessor í lyflæknisfræði við læknadeild HÍ er Þórður Harðarson lætur af störfum sem prófessor og yfirlæknir en hann á að baki mikið uppbyggingar- og forystustarf í lyf- og hjartalækningum í rúman aldarfjórðung. Guðmundur hefur jafnframt verið valinn forstöðumaður fræðasviðsins lyflækningar við læknadeild. Sem slíkur hefur hann forystu um skipulag og framkvæmd kennslu í lyflækningum sem og að efla og hvetja til vísindarannsókna á fræðasviðinu.
Guðmundur hefur verið ötull og vinsæll kennari, bæði sem "klíníker" sem og í stöðu sinni sem prófessor í lyfjafræði við læknadeild HÍ en þeirri stöðu hefur hann gengt í hartnær 10 ár. Í störfum sínum hefur hann átt auðvelt með að vekja áhuga og ræsa menn til samstarfs, ekki síst þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem læknar og rannsakendur. Á sama hátt hefur hann átt mikið og farsælt samstarf við stofnanir og fyriræki utan LSH/HÍ, s.s. Hjartavernd og Íslenska erfðagreiningu.
Guðmundur útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1973 og var kandídat á Landspítalanum fram á árið 1974. Hann stundaði framhaldsnám við Case Western Reserve háskólann í Cleveland; fyrst í meinafræði, síðan í lyflækningum og lauk framhaldsnámi í hjartasjúkdómum 1982. Síðan hefur hann starfað á Landspítalanum.
Hann var valinn heiðursvísindamaður LSH árið 2007 enda hefur hann að baki glæsilegan vísindaferil. Guðmundur varði doktorsritgerð sína Effects of platelets on human vascular endthelial and smooth muscle cells in vitro við Case Western Reserve háskólann á árinu 1978. Hann hefur haldið áfram rannsóknum á boðkerfum í þekjuvef æða, en einnig stundað rannsóknir á faraldsfræði hjartasjúkdóma, tekið þátt í mörgum alþjóðlegum klínískum lyfjarannsóknum auk erfðarannsókna á hjarta- og æðasjúkdómum.
Guðmundur hefur verið ötull og vinsæll kennari, bæði sem "klíníker" sem og í stöðu sinni sem prófessor í lyfjafræði við læknadeild HÍ en þeirri stöðu hefur hann gengt í hartnær 10 ár. Í störfum sínum hefur hann átt auðvelt með að vekja áhuga og ræsa menn til samstarfs, ekki síst þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem læknar og rannsakendur. Á sama hátt hefur hann átt mikið og farsælt samstarf við stofnanir og fyriræki utan LSH/HÍ, s.s. Hjartavernd og Íslenska erfðagreiningu.
Guðmundur útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1973 og var kandídat á Landspítalanum fram á árið 1974. Hann stundaði framhaldsnám við Case Western Reserve háskólann í Cleveland; fyrst í meinafræði, síðan í lyflækningum og lauk framhaldsnámi í hjartasjúkdómum 1982. Síðan hefur hann starfað á Landspítalanum.
Hann var valinn heiðursvísindamaður LSH árið 2007 enda hefur hann að baki glæsilegan vísindaferil. Guðmundur varði doktorsritgerð sína Effects of platelets on human vascular endthelial and smooth muscle cells in vitro við Case Western Reserve háskólann á árinu 1978. Hann hefur haldið áfram rannsóknum á boðkerfum í þekjuvef æða, en einnig stundað rannsóknir á faraldsfræði hjartasjúkdóma, tekið þátt í mörgum alþjóðlegum klínískum lyfjarannsóknum auk erfðarannsókna á hjarta- og æðasjúkdómum.