Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins færði sjúkraþjálfun á Grensási gjafir 20. júní 2008, tvær lyftubrautir í loft ásamt fylgihlutum. Önnur lyftubrautin er notuð til að flytja sjúklinga frá stól eða rúmi yfir á meðferðarbekk. Hin er aðallega notuð fyrir gönguæfingar. Þar er hægt að "hengja sjúklinginn upp" og láta hann ganga án þess að þurfa að óttast að hann detti.
Lyftubrautir til sjúkraþjálfunar á Grensási frá Rauða kross konum
Kvennadeild Reykjavíkurdeild Rauða krossins gaf sjúkraþjálfun á Grensási tvær lyftubrautir.