Kennslu- og fræðasvið hefur undanfarin ár staðið að mati á ánægju nemenda með klínískt nám á Landspítala. Skólaárið 2007 - 2008 svöruðu 354 hjúkrunarnemar slíku mati.
Almennt voru hjúkrunarnemar ánægðir með nám sitt á spítalanum og voru meðaleinkunnir sviða frá 4,0 upp í 4,4, þar sem hæsta mögulega einkunn var 5.
Spurt var um atriði sem rannsóknir hafa sýnt að skipti máli varðandi klínískt nám. Má þar nefna líðan nemenda á námstímanum, tengsl þeirra við starfsfólk og hvort næg námstækifæri væru á deild. Lægstu meðaleinkunn hlaut spurning sem snýr að ánægju með aðstöðu nemenda á deildum. Almennt virðist vera vandað til móttöku hjúkrunarnema þar sem spurning varðandi það fékk hæstu meðaleinkunnina.
Kennslu- og fræðasvið vinnur með deildum spítalans að því að stuðla að árangursríku námsumhverfi og eru kannanir sem þessar liður í því.
Skylt efni: Nærri þúsund nemendur - Ársskýrsla LSH 2007, bls. 13 (PDF)