Ráðin yfirlæknir göngudeildar BUGL
Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir göngudeildar barna- og unglingageðdeildar Landspítala sem er nýtt starf. Guðrún Bryndís lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1989 og var næstu tvö ár í kandídatsnámi við sjúkrahúsin í Reykjavík og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA). Árin 1992 til 1994 var Guðrún Bryndís í framhaldsnámi í barna- og unglingageðlækningum á FSA og Landspítala og frá 1994 til 2002 við sjúkrahús i Noregi. Síðastliðin 6 ár hefur Guðrún Bryndís starfað á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) við sérgrein sína og verið þar teymisstjóri göngudeildar.