Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra á lungnadeild A-6 á lyflækningasviði I til 1. september 2009 meðan Alda Gunnarsdóttir er í leyfi.
Guðrún Jónsdóttir lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og hefur þar að auki tekið námskeið í meistaranámi. Guðrún hefur víðtæka starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á hjartadeild 14E frá júní 2006, sem hjúkrunarforstjóri á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Silfurtúni frá júní 2004 til maí 2006, í miðstöð heimahjúkrunar sem hjúkrunar- og hverfisstjóri frá janúar 2002, á lungnadeild Vífilstaðaspítala frá janúar 1999 til desember 2001 og á hjúkrunardeild Vífilstaðaspítala frá júní 1994 til janúar 1999.
Hjúkrunardeildarstjórar á LSH starfa samkvæmt starfslýsingu.