Brynja Björk Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra almennrar göngudeildar 10E á lyflækningasviði I frá 1. september 2008. Brynja Björk var hjúkrunardeildarstjóri göngudeildar 10E í afleysingu frá 1. september 2007 til 31. maí 2008 en ráðning hennar nú er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals.
Brynja Björk lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994. Hún var hjúkrunardeildarstjóri kvenlækningadeildar 21A frá 1. janúar 2000 til 1. september 2006, þar af síðustu 12 mánuðina í leyfi frá starfi. Brynja hefur starfað sem verslunarstjóri eigin fyrirtækis, sem aðstoðardeildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Ríkisspítalana þar sem hún hóf störf eftir útskrift.
Hjúkrunardeildarstjórar á LSH starfa samkvæmt starfslýsingu.