Sigurður Ólafsson læknir hefur verið settur til þess að leysa Bjarna Þjóðleifsson af sem yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítala frá 1. september 2008. Bjarni starfar áfram að vísindarannsóknum við sjúkrahúsið þar til hann lætur af starfi sökum aldurs í janúar 2009. Staða yfirlæknis meltingarlækninga verður auglýst síðar.
Sigurður lauk kandídatsprófi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands árið 1985. Hann lagði stund á sérfræðinám í almennum lyflækningum við Cleveland Metropolitan General Hospital og Case Western Reserve University í Cleveland í Bandaríkjunum á árunum 1988-1991 og í framhaldi af því stundaði hann sérfræðinám í meltingar- og lifrarlækningum við Northwestern Memorial Hospital og Northwestern University School of Medicine í Chicago til ársins 1994. Sigurður starfaði um nokkurra ára skeið á Sjúkrahúsinu á Akranesi en frá 1998 hefur hann starfað sem sérfræðingur í meltingarlækningum og umsjónarlæknir lifrarlækninga við LSH.