Þórður Þórkelsson læknir, sérfræðingur í nýburalækningum, verður ráðinn yfirlæknir vökudeildar til fimm ára, frá og með 1. janúar 2009.
Þórður lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1983 og meistaraprófi í læknisfræðilegri faraldsfræði og tölfræði frá háskólanum í Cincinnati 1994, auk klínískra sérfræðiprófa í barnalækningum og nýburalækningum. Hann hefur átt farsælan feril í nýburalækningum í 19 ár og verið ötull við kennslu og vísindarannsóknir á því sviði.
Þórður verður settur yfirlæknir vökudeildar frá og með 1. október 2008 og þar til ofangreind ráðning tekur gildi.