Legudeild húðsjúkdóma var lokað í Kópavogi vorið 2007 og opnuð á Landspítala Fossvogi sem 5 daga lyf- og húðlækningadeild á A-2 um haustið.
Göngudeild húðsjúkdóma fluttist úr Þverholti 18 í nýinnréttaða deild á A-1 í Fossvogi í janúar 2008 en þar var áður "framleiðslueldhús" LSH.
Göngudeild kynsjúkdóma fluttist til bráðabirgða "inn á gafl" hjá göngudeild húðsjúkdóma á A-1 í júlí 2008 og síðan í nýinnréttaða deild (húsnæði iðnaðarmanna) á A-1 í október 2008.
Starfsfólk deildarinnar hélt upp á þessi tímamót með opnu húsi föstudaginn 5. desember þar sem gestir skoðuðu húsnæðið og var boðið upp á heimabakkelsi starfsmanna.
Það þarf tilvísun frá húðsjúkdómalækni áður en meðferð hefst á göngudeild húðsjúkdóma en allir geta pantað tíma á göngudeild kynsjúkdóma í síma 543 6050.
Gengið er beint inn á göngudeild húð- og kynsjúkdóma á suðurhlið sjúkrahússins. Sjá nánar á korti.