Frá stýrihópi um sameiningu bráðamóttaka LSH:
Stýrinefnd hefur fundað tvisvar sinnum um verkefnið "sameining bráðamóttöku G2 og 10D". Það liggur fyrir að verkefnið er víðfemt og snertir sjúklinga margra sérgreina. Hlutverk hópsins er að skipuleggja verkáætlun sem nær til allra verkferla sem þarf að hyggja að til að unnt verði að standa vörð um öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Það má því ljóst vera að haft verður víðtækt samráð um framkvæmd sameiningarinnar. Þegar framkvæmdastjórn hefur fjallað um tillögur hópsins verða starfshópar einstakra sjúklinga- og annarra hagsmunahópa settir til starfs.
Vafalaust hafa margir starfsmenn aðrir en stjórnendur auk utanaðkomandi aðila áhuga á að koma hugmyndum um framkvæmd sameiningarinnar á framfæri. Unnt er að gera það með því að senda tillögur á póstfangið eddath@landspitali.is. Því miður verður ekki unnt að svara tillögunum en allar eru vel þegnar.
Skylt efni:
Bráðamóttökur sameinaðar