Meginhlutverk Barnaspítala Hringsins er að hafa forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi og veita veikum börnum og fjölskyldum þeirra þá bestu þjónustu sem mögulegt er. Samhliða þessu starfi er kennsla, fræðsla og rannsóknir órjúfanlegur þáttur starfseminnar. Þannig vill Barnaspítali Hringsins gegna forystuhlutverki á sviði heilbrigðisvísinda og rannsóknarstarfsemi sem tengist börnum og unglingum á landinu og annast um leið grunn- og framhaldsmenntun heilbrigðisstétta.
Avant styrkir Barnaspítala Hringsins um 750 þúsund krónur
Fyrirtækið Avant hf hefur veitt Barnaspítala Hringsins styrk að upphæð 750 þúsund krónur sem rennur til starfsþróunarsjóðs Barnaspítalans.
Meginhlutverk Barnaspítala Hringsins er að hafa forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi og veita veikum börnum og fjölskyldum þeirra þá bestu þjónustu sem mögulegt er. Samhliða þessu starfi er kennsla, fræðsla og rannsóknir órjúfanlegur þáttur starfseminnar. Þannig vill Barnaspítali Hringsins gegna forystuhlutverki á sviði heilbrigðisvísinda og rannsóknarstarfsemi sem tengist börnum og unglingum á landinu og annast um leið grunn- og framhaldsmenntun heilbrigðisstétta.