"Geðheilbrigðisþjónusta nær og fjær" er yfirskrift ráðstefnu barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) sem haldin verður að Hótel Loftleiðum dagana 15. og 16. janúar 2009. Tilgangur ráðstefnunnar er að efla samfellu í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Fjallað verður m.a. um geðræn einkenni barna og unglinga, hvaða þekking þarf að vera til staðar í nærumhverfi og hvaða úrræði eru í boði.
Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um málefni barna og fjölskyldna.
Geðheilbrigðisþjónusta nær og fjær á ráðstefnu BUGL
Tilgangur ráðstefnu barna og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) að Hótel Loftleiðum 15. og 16. janúar er að efla samfellu í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra.