Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að gera breytingar á skipulagi undirbúningsvinnu nýs háskólasjúkrahúss. Undirbúningur hefur síðustu þrjú árin verið á vegum sérstakra byggingarnefnda heilbrigðisráðuneytisins. Ákveðið hefur verið að umsjón með undirbúningsvinnu vegna byggingar nýs háskólasjúkrahús flytjist til Landspítala.
Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, hefur unnið með byggingarnefndunum að undirbúningsvinnunni á vegum heilbrigðisráðuneytisins og verið í fríi frá störfum á Landspítala. Ingólfur kemur nú aftur til starfa á Landspítala og hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri tækni og eigna.