Enn á ný náðu læknaritarar kvennasviðs LSH þeim afburða árangri að vera fyrst klínískra sviða spítalans til að loka öllum sjúkraskrám ársins 2008 fyrir janúarlok. Það þýðir að sjúkdómsgreiningar og meðferðir allra inniliggjandi sjúklinga sviðsins hafa skilað sér inn í upplýsingakerfið Framtak. Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir rétta greiningu á starfsemi kvennasviðs og er gott veganesti inn í breytt landslag fjármögnunar spítalans þar sem tímanlegur frágangur sjúkraskráa verður lykilatriði.
Af þessu tilefni voru læknariturum og sviðsstjórum kvennasviðs færðar dýrindistertur sem viðurkenning fyrir vel unnin störf og kvennasviðinu óskað til hamingju með þennan árangur.