Starfsfólk á kvennasviði fagnaði 60 ára afmæli kvennadeilda Landspítala 20. febrúar 2009 meðal annars með keppni í því að búa upp rúm. Þarna var hart barist en yfirdómarinn, Rannveig Rúnarsdóttir sviðsstjóri, stjórnaði keppninni af mikilli röggsemi. Dómaranum til halds og trausts voru reynslumiklar ljósmæður.
Vinningsliðið í rúmaumbúnaði árið 2009 var kvenlækningadeild. Fyrir fegursta og best um búna rúmið hlaut ritaraliðið einnig verðlaun.
Í keppninni tók einnig þátt læknalið sem þótti takast ágætlega til, þrátt fyrir reynsluleysi í þessum efnum. Að vísu væru miklar líkur á því að sjúklingur sem neyddist til þess að liggja í slíku rúmi yrðu fljótt alvarlega þjakaður af legusárum!