"Heilbrigðisþjónusta á tímamótum: Ný viðhorf - nýjar lausnir - aukinn jöfnuður. Hverju þarf að breyta?"
Heilbrigðisráðherra boðar til morgunverðarfundar á Grand hóteli fimmtudaginn 19. mars 2009. Fundurinn er öllum opinn og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar er sérstaklega hvatt til þess að mæta.
Dagskrá
8:00 Morgunverður
8:15 Ávarp heilbrigðisráðherra, Ögmundar Jónassonar
8:20 Guðbjörg Lind Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands: Kreppan, heilbrigðiskerfið og vinnutengd líðan Jóns og Gunnu
8:40 Sigurður Thorlacius, dósent við læknadeild Háskóla Íslands: Tengsl atvinnuleysis og heilsufars
9:00 Inga Jessen, viðskiptafræðingur: Að hafa endalausan tíma, atvinnulaus í kreppunni
9:10 Fyrirspurnir og umræður
9:30 Fundi slitið
Fundarstýra: Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarkona heilbrigðisráðherra
Verð fyrir þátttöku og morgunverð: 1.750 kr.
(Tilkynning)