Meint þöggun/einelti á LSH - greinargerð í tilefni af umfjöllun Spegilsins um málefni og stjórnarhætti LSH í nóvember 2007 (pdf) er birt á upplýsingavef Landspítala.
Skrifstofa mannauðsmála á LSH og öryggisnefnd LSH stóðu fyrir því að greinargerðin yrði unnin en höfundar hennar eru Ómar H. Kristmundsson dósent í opinberri stjórnsýslu við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og Sveinbjörg Pálsdóttir stjórnsýsluráðgjafi hjá InDevelop Íslandi ehf.
Óskað var eftir rannsókn á meintri þöggun eða einelti á spítalanum í kjölfar umfjöllunar í fréttaþættinum Speglinum í Útvarpinu um stjórnunar- og samskiptavanda innan LSH og viðbragða læknaráðs í kjölfarið.