Stjórnvöld þurfa að marka stefnu fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi til næstu 10 eða 20 ára og það þarf að forgangsraða.
Þetta er meðal þess sem kom fram í ávarpi Huldu Gunnlaugsdóttur forstjóra Landspítala á ársfundi spítalans í Salnum í Kópavogi 6. maí 2009. Forstjórinn gerði í fjórum liðum grein fyrir því hvað hún teldi mikilvægt að gera varðandi heilbrigðisþjónustuna. Það snýst um nærþjónustu við notendur, fyrirbyggjandi starf, nýtt háskólasjúkrahús og hlutverk Sjúkratryggingastofnunar Íslands.
Ávarp Huldu Gunnlaugsdóttur á ársfundi Landspítala 2009